Við erum komin í loftið!

Við erum komin í loftið!

Nú er tími til að fagna!

Goblin.is er komin í loftið. Loksins er hægt að ná sér í MTG vörur hér norðan heiða á flottu verði. Við verðum staðsett í "Drekahúsinu" eins og við köllum það nú. Nánar tiltekið í Strandgötu 23, vestan megin á húsinu.

Magic the Gathering spil og pakkar til sölu á staðnum og í vefbúðinni okkar á www.goblin.is. D&D og fleiri spennandi vöruflokkar eru svo væntanlegar mjög fljótlega. Ef þú hefur góðar hugmyndir eða óskir um spennandi vörur tengt RPG, MTG eða önnur spil endilega vertu þá í sambandi við okkur! Markmið okkar er að vaxa og dafna á næstu vikum og bjóða upp á persónulega þjónustu.

Einnig bjóðum við upp á 3D prentun. Við prentum litla hluti, D&D karaktera, skilti og hvað sem okkur dettur í hug. Fyrir 3D prentþjónustu hafðu samband í tölvupósti og skoðum hvað við getum gert fyrir þig. Netfangið okkar er goblin@goblin.is

Hlökkum til að sjá ykkur!

Team Goblin.is