Logo

Logo

Það er gaman að segja frá því að Goblin.is er komin með splunkunýjan liðsmann. Honum er ekkert heilagt og stillir sér upp í miðju nafninu okkar eins og að hann eigi heiminn! Sem sagt, logoið fyrir netverslunina okkar www.goblin.is er komið í loftið!

Það er hún Ragna Huld Reykjalín nemi á Listnáms- og hönnunarbraut VMA sem hannaði það fyrir okkur. Virkilega fær og hugmyndaríkur hönnuður hér á ferð sem vert er að fylgjast með. Ef þig vantar að láta hanna logo eða annarskonar digital teikningu fyrir þig er um að gera að hafa samband við hana á emailið: ragnareykjalin@gmail.is Hún er líka með Twitter aðgang: https://twitter.com/DeltaTheMystery

Ragna Huld er líka sérstaklega fær í að temja dreka og aðrar fantasíuverur... -ég meina teikna! Við óskum henni góðs gengis á listabrautinni og er aldrei að vita nema fleiri vörur með verkum eftir hana læðist hér inn í búðina til okkar. :)