Spilakvöld Goblin

Spilakvöld í Goblin

Spilakvöld er frábær skemmtun fyrir vinahópa, fjölskyldur og vinnustaði!

Fyrirkomulagið er þannig að hver bókun er 2-4 klukkustundir, eftir óskum hópsins. Spilakvöldin fara jafnan fram á laugardagskvöldum eða sunnudögum. Fyrirspurnir um aðrar tímasetningum skoðum við sérstaklega og/eða sérsniðnar óskir.

Við bókun eru valin 1- 3 spil sem henta fyrir hópinn í samráði við starfsfólk.

Alltaf er starfsmaður á staðnum sem stýrir/leiðbeinir í spilunum.

 

Spilasalurinn tekur allt að 14 manns í sæti. Hafið samband fyrir verð og nánari upplýsingar.

Hægt er að panta spilakvöld m/starfsmanni á goblin@goblin.is, merkt "Spilakvöld" ásamt því að hægt er að panta spilakvöld í gegnum síðuna hér fyrir neðan. Þá þarf að koma fram nafn forsvarsaðila, símanúmer og fjöldi gesta. Við höfum svo samband til þess að staðfesta bókun og velja spil.
Bókunin telst ekki frágengin fyrr en staðfesting frá okkur hefur borist.

Vinsamlegast greiðið inn á eftirfarandi reikning. Greiðslur þurfa að hafa borist í síðasta lagi á miðvikudag fyrir áætlað spilakvöld.

Rknr. 0133-26-001763 kt, 470121-0410 og sendið staðfestingu á goblin@goblin.is 

Með von um eftirminnilega og ánægjulega spilastund.

Starfsfólk Goblin