Borðspila afmæli Goblin

Spila-afmæli í Goblin

Við hjá Goblin bjóðum foreldrum að halda afmælisveislur fyrir börn í spilasalnum hjá okkur. Við hvetjum ykkur til að prófa og upplifa öðruvísi afmælisveislu!

Fyrirkomulagið er þannig að hver bókun er 2 klukkustundir. Um það bil 1 - 1,5 klst. fyrir spilastund og uþb. 30 mínútur fyrir einfaldar veitingar ef fólk vill. Veitingarnar kemur fólk með sjálft.

Við bókun eru valin 1- 3 spil sem henta fyrir hópinn og í samráði við starfsfólk (fer eftir fjölda barna og aldri). Spilasalurinn tekur allt að 14 manns í sæti og er hægt að skipta hópnum niður á nokkur borð.

Hægt er að bóka afmælisveislu alla sunnudaga, á eftirfarandi tímasetningum:

Kl. 11:00 - 13:00

Kl. 14:00 - 16:00

Kl. 17:00 - 19:00

Séróskir varðandi tímasetningu skoðum við sérstaklega.

Verðskrá:

1-6 börn + 1 fullorðinn: 15.000.- kr

Allt að 12 börn + 2 fullorðnir: 24.000.- kr

Alltaf er starfsmaður á staðnum sem stýrir/leiðbeinir í spilunum.
Einnig kynnum við umgengisreglur í salnum á staðnum :)

Hægt er að panta afmæli á goblin@goblin.is, merkt "Afmæli" ásamt því að hægt er að panta í gegnum formið hér að neðan. Koma þarf fram hvaða ár barnið er fætt, símanúmer ábyrgðamanns, nafn afmælisbarns og ca. fjöldi gesta. Við höfum svo samband til þess að staðfesta bókun og velja spil.
Bókunin telst ekki frágengin fyrr en staðfesting frá okkur hefur borist.

Alltaf þarf fullorðinn að fylgja hópnum. Miðað er við að 1 fullorðinn sé með ef hópurinn er 1-6 börn og 2 fullorðnir ef 7-12 börn mæta.
Athugið að hámarksfjöldi fyrir hópa yngri en 10 ára er 6 börn.

Vinsamlegast greiðið inn á eftirfarandi reikning. Greiðslur þurfa að hafa borist í síðasta lagi á sólarhring fyrir áætlað afmæli.

Rknr. 0133-26-001763 Kt. 470121-0410 og sendið staðfestingu á goblin@goblin.is 

Með von um eftirminnilega og ánægjulega spilastund.

Starfsfólk Goblin