Warhammer 40K mót - Akureyri 13. ágúst

  • Útsala
  • Upphaflegt verð 1.000 kr
m/Vsk Sendingarkostnaður reiknast við greiðslu


Loksins á Akureyri!
Warhammer 40k mót, laugardaginn 13. ágúst 2022


Goblin og Land og Töfrar þrívíddarprentþjónusta sameina nú krafta sína og standa fyrir fyrsta Warhammer 40k mótinu á Akureyri, í samstarfi við Amtsbókasafnið þar sem mótið fer fram.


Þátttökugjaldið er 1.000.- kr. og fer skráning fram í gegnum www.goblin.is.


Verðlaun:
1. sæti: Gjafabréf í Goblin fyrir 7.000.-
2. sæti: Gjafabréf í Goblin fyrir 5.000.-
3. sæti: Gjafabréf í Goblin fyrir 3.000.-


Einnig verða veitt verðlaun fyrir best málaða módelið í viðeigandi undirflokk sem verður tilkynntur á mótinu sjálfu en módelið verður að vera partur af hernum, gjafabréf að andvirði 5.000.- frá þrívíddarprentþjónustu Lands og töfra er í boði þar.


Dagskrá:
10:30: Mæting í Verslun Goblin, Brekkugötu 1b. Listar, ásamt mission packs & scoresheets sótt.
11:00: Mæting á Amtsbókasafnið, Brekkugötu 17 (í göngufæri frá Goblin).
11:15: Fyrsti leikur byrjar.
13:15: Annar leikur byrjar.
15:15: 30 mín. hlé (Málningarverðlaun afhent).
15:45: Þriðji leikur byrjar.
18:00: Mótið klárast og vinningshafar tilkynntir í Verslun Goblin og opið fram eftir kvöldi.


Reglur:

  • 9th edition 40k reglur.
  • Notast við nýjastu balance dataslate og faq´s.
  • Punktafjöldi fyrir samsetningu hers er 500 pts.
  • Takmarkarnir eru eftirfarandi:

-1 Patrol detachment.
-Engir named hero characters s.s Marneus calgar, Imothek the stormlord etc.


Mótið virkar á þann máta að spilarar munu þurfa að safna stigum gegnum aðal og auka markmið (primary og secondary missions).
Mælt er sterklega með að þau sem hafa áhuga á þátttöku kynni sér þær reglur mjög vel þar sem það að ganga frá andstæðingnum á borðinu er ekki samasem merki um sigur.
Spilarar eru svo settir upp á móti hvort öðrum eftir því hvort þeir unnu eða töpuðu og hversu mörg stig þeir eiga.
Sigur gildir ofar stigum, en stig ráða úrslitum ef spilarar hafa sigrað jafntoft.
Eftirfarandi eru dæmi um slíkt.
Dæmi 1: Spilari A er með 3 sigra og 200 stig eftir 3 leiki, og spilari B er með 2 sigra og 300 stig - Spilari A vinnur mótið á sigrum.
Dæmi 2: Spilari A er með 3 sigra og 200 stig eftir 3 leiki, og spilari B er með 3 sigra og 300 stig - Spilari B vinnur mótið á stigum.


Lista verður að senda í síðasta lagi þann 10. ágúst á goblin@goblin.is.


Spilarar þurfa að eiga viðeigandi Codex fyrir herinn sinn, teninga og málband. Reglubók verður á staðnum. Dómari ásamt varadómara verða til staðar.


Auka 10 stig fyrir fullmálaðan her.


Aðaldómari getur ekki unnið til verðlauna.


Ef spurningar vakna má senda þær á goblin@goblin.is eða í gegnum Messenger.