Pokémon Áskrift

Áskrift, Pokémon -

Pokémon Áskrift

Kæru viðskiptavinir og Pokémon aðdáendur,

Við hjá Goblin kynnum með stolti spennandi tækifæri til að efla Pokémon safnið þitt á auðveldan og einfaldan hátt! Við bjóðum nú upp á mánaðaráskriftir á Pokémon booster pökkum: 5 booster pakka og 10 booster pakka áskriftir, sendar beint heim til ykkar mánaðarlega. Ef þú átt ekki tök á að versla á staðnum, sparar þú með því að vera í áskrift hjá Goblin, því þú færð booster pakkann á sama verði og í versluninni okkar á Akureyri. Rúsínan í pylsuendanum er: Þú greiðir engan sendingarkostnað í áskrift! 

Í 5 pakka áskriftinni færðu 5 booster pakka af handahófi, þar með talið að minnsta kosti einn úr nýjasta standard settinu. Áskriftin kostar aðeins 4.495 kr. á mánuði og það er enginn binditími né sendingarkostnaður​.

Fyrir ykkur sem viljið enn meira, bjóðum við einnig 10 pakka áskrift. Þessi áskrift tryggir þér 10 booster pakka af handahófi mánaðarlega, með að minnsta kosti tveimur úr nýjasta standard settinu. Kostnaðurinn er 8.990 kr. á mánuði, enginn binditími né sendingarkostnaður.

Áskriftirnar okkar eru frábær leið til að halda Pokémon safninu þínu uppfærðu og spennandi, án nokkurrar fyrirhafnar og þú tryggir þér forgang á vörum. Áskriftir endurnýjast sjálfkrafa, en hægt er að segja upp hvenær sem er með skriflegri tilkynningu.

Við vonumst til að sjá þig bætast í hóp ánægðra áskrifenda og bjóðum þig velkomin í ævintýralegan heim Pokémon!

Bestu kveðjur, Goblin