Terms of service
Skilmálar
Goblin ehf.
Strandgötu 23, 600 Akureyri, Ísland
Kt. 470121-0410
Vsk nr. 140233
Almennt
Um smásöluviðskipti gilda ákveðnir skilmálar sem skilgreindir eru í neytendalögum.
Goblin ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir án fyrirvara. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. Almennt er afsláttur ekki gefinn af vörum sem eru fyrir með afslætti, t.d. jólaafslætti eða til viðbótar við önnur sérkjör vildarvina og klúbbfélaga.
Afhending vöru
Allar pantanir eru afgreiddar samdægurs eða næsta virka dag eftir pöntun nema annað sé tekið fram. Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður hafa samband og tilkynna áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Vegna pantana sem dreift er af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Goblin ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Goblin ehf. til viðkomandi, er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Sendingakostnaður
Allar vörur eru sendar með Íslandspósti. Þrír valmöguleikar eru í boði og gildir eftirfarandi verðskrá um land allt:
- Póstbox 890.- kr.
- Sent á pósthús Póstsins 990.- kr.
- Heim upp að dyrum 1.390.- kr.
Ef verslað er í netverslun fyrir 20.000.- kr. eða meira fellur sendingarkostnaður niður og gildir það einnig um allt land.
Greiðsluleiðir
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Öll verð í netverslun eru með virðisaukaskatti og eru reikningar gefnir út með VSK. Í vefverslun Goblin.is er hægt að greiða með kreditkortum frá VISA og MasterCard og debitkortum VISA Electron og Maestro gegnum greiðslugátt hjá SaltPay. Einnig bjóðum við upp á greiðslur með Netgíró, Pei eða millifærslu á bankareikning. Þegar greiðsla hefur verið innt af hendi og staðfesting send á netfangið goblin@goblin.is verður staðfestingarpóstur sendur til þín og þar með eru viðskiptin staðfest.
Að skipta og skila vöru
Skiptiréttur er í gildi á vörum sem keyptar hafa verið í verslun Goblin.is, svo fremur sem varan og / eða umbúðir þeirra eru í upphaflegu ástandi og vörunni skilað innan 14 daga. Við vöruskil getur þú fengið inneignarnótu en einungis ef varan er ónotuð og óskemmd. Skila má vörunum í verslun á Akureyri en ef varan er send með pósti greiðir viðskiptavinur sendingarkostnaðinn af skilunum. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á tilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað nema viðskiptavinur geti sýnt kvittun fyrir vörukaupum.
Gölluð vara
Sé vara gölluð áskiljum við okkur þann rétt að kanna hvort hægt sé að bæta eða laga vöruna. Ef ekki er hægt að bæta eða laga umrædda vöru getur viðskiptavinur óskað eftir inneign eða endurgreiðslu. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.
Öryggisskilmálar
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 46/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 hefjast þegar móttaka vöru á sér stað.
IP tala viðskiptavina er skráð við greiðslu vörupöntunar. Þær upplýsingar ásamt persónuupplýsingum og upplýsingum um vörukaup gætu verið notaðar í tengslum við lögreglurannsókn vakni grunur um sviksemi eða misnotkun greiðslukorta.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands Eystra.